

upplýsingar
Um verkefnið
Verkefnið er fjármagnað með styrk sem Háskólinn í Varsjá hlaut í samkeppni á vegum NAWA (The National Agency for Academic Exchange) í Póllandi. Verkefnið er í nokkrum áföngum og mun einkum fara fram í Varsjá, en einnig í Reykjavík og á netinu.

Áfangi 1.
15. september – 1. október 2025
Netfyrirlestraröð
Fyrsti áfangi verkefnisins er netfyrirlestraröð. Hún samanstendur af sex fyrirlestrum á ensku um sögu, bókmenntir og menningu pólsku upplýsingarinnar. Fyrirlestrarnir verða haldnir af fræðimönnum tengdum Háskólanum í Varsjá sem sérhæfa sig í þessu tímabili. Við notum hvert tækifæri sem gefst til að kenna pólsku, og því verður listi með tíu pólskum orðum, sem tengjast efninu, kynntur í hverjum fyrirlestri. Þátttakendur verkefnisins eru flestir byrjendur í pólsku en í gegnum allt verkefnið munu þeir fá tækifæri til að efla tungumálakunnáttu sína. Fyrirlestrarnir verða opnir öllum nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands.
Áfangi 2.


5. október – 18. október 2025
Tveggja vikna námsdvöl í Varsjá
Þetta er hápunktur verkefnisins. Á morgnana taka nemendur þátt í pólskunámskeiði við Háskólann í Varsjá (hluti kennslunnar fer fram utan veggja skólans, eins og t.d. á kaffihúsi) sem og í vinnustofum til að efla tungumálafærni þeirra. Að loknum morgunverkum tekur við fjölbreytt menningardagskrá þar sem leiðarstefið er – í samræmi við heiti verkefnisins – pólsk menning upplýsingaraldarinnar. Þátttakendur heimsækja fjölda safna og minja, fara í óperuna og í skoðunarferðir til Puławy og Kazimierz Dolny, taka þátt í matreiðslunámskeiði og ratleik. Þeir munu taka myndir sem sýndar verða í Háskóla Íslands, og safna jafnframt efni fyrir kynningu um upplýsingaröldina og/eða Varsjá sem þeir munu flytja á málþingi í Reykjavík. Tveir kennarar við Háskóla Íslands taka einnig þátt í námsdvölinni.





Námsdvölin er því ferðalag, kennslu- og menningardagskrá og samspil menningarheima í senn.
Fylgstu með okkur á Instagram.
Dagskráin inniheldur m.a.
· Vinnustofa í lestrarfærni á pólsku · ratleikur í Łazienki-garðinum með notkun apps · heimsókn í POLIN-safnið · pólskunámskeið – ferð til Puławy og Kazimierz Dolny
· Vinnustofa í lestrarfærni á pólsku · ratleikur í Łazienki-garðinum með notkun apps · heimsókn í POLIN-safnið · pólskunámskeið – ferð til Puławy og Kazimierz Dolny
· · Heimsókn í Kópernikus vísindamiðstöðina · heimsókn í myndasafn Háskólans í Varsjá með kynningu á safni Stanisławs Augusts Poniatowski · vinnustofa í framburði og hljóðfræði · göngutúr um gamla bæinn með leiðsögn – heimsókn í Konungshöllina
· Heimsókn í Kópernikus vísindamiðstöðina · heimsókn í myndasafn Háskólans í Varsjá með kynningu á safni Stanisławs Augusts Poniatowski · vinnustofa í framburði og hljóðfræði · göngutúr um gamla bæinn með leiðsögn – heimsókn í Konungshöllina
· Heimsókn í höllina og garðinn í Wilanów · heimsókn í sendiráð Íslands í Varsjá · vinnustofa í ritfærni á pólsku · matreiðslunámskeið „Í konunglega eldhúsi Paulo Tremo“
· Heimsókn í höllina og garðinn í Wilanów · heimsókn í sendiráð Íslands í Varsjá · vinnustofa í ritfærni á pólsku · matreiðslunámskeið „Í konunglega eldhúsi Paulo Tremo“

Verkefnisteymið er skipað fræðimönnum, kennurum og lektorum við Háskólann í Varsjá og Háskóla Íslands.
Kynntu þér verkefnisteymið
Áfangi 3.

22. nóvember 2025
Málþing við Háskóla Íslands
Verkefninu lýkur með málþingi í Háskóla Íslands. Þar verður m.a. opnuð ljósmyndasýning með myndum sem nemendur tóku við námsdvölina í Varsjá.
Þar að auki munu pólskir og íslenskir fræðimenn halda stutta fyrirlestra um upplýsingaröldina í Póllandi og á Íslandi. Þátttakendur kynna síðan sín eigin framlög sem verða byggð á því efni sem þeir söfnuðu í Póllandi.

Nemendur uppgötva Varsjá ekki aðeins með eigin augum heldur fanga einnig augnablik á myndum og skrifa stuttar frásagnir á pólsku – ferskar, persónulegar athugasemdir um það sem vekur forvitni þeirra og snertir þá. Hægt verður að skoða myndirnar og kynna sér þessar frásagnir og sjá þannig Pólland með þeirra augum.
ReyVarstigur w mediach
ReyVarstígur – z Reykjaviku do Warszawy śladami polskiego oświecenia
Lestu meira