Verkefnateymi

Dr. Justyna Zych, verkefnisstýra, hefur skipað alþjóðlegan samstarfshóp með því að kalla til sérfræðinga á sviði sögu, listasögu, bókmenntafræði, málvísinda og kennslu í pólsku sem erlendu máli.

Justyna Zych
Verkefnisstýra
Háskólinn í Varsjá
Deild Pólskra Fræða
Polonicum Miðstöðin

dr.

Justyna Zych

Ég er ein af frumkvöðlum verkefnisins og hef umsjón með styrknum, bæði hvað varðar efnislegt inntak og þætti sem snúa að stjórnun og fjármálum. Ég hef sett saman verkefnateymið og mótað áætlun um næstu skref. Einnig sé ég um skipulag netfyrirlestra og námsdvalar í Varsjá, þar sem ég leiði vinnustofur sem styðja við lesskilning á pólsku. Ég hef einnig kynnt verkefnið víða í Póllandi.

Ég er bókmenntafræðingur en einnig málvísindamaður að mennt með sérhæfingu í kennslu pólsku sem erlends máls. Ég útskrifaðist með próf í pólskum og rómönskum málvísindum en hef sérhæft mig í pólskum og frönskum samtímabókmenntum, sérstaklega þeim sem fjalla um fólksflutninga og ferðalög, auk aðferða við að nota bókmenntir í tungumálakennslu. Ég hef stundað nám og rannsóknir við Háskólana í Varsjá, París, Genf, Cambridge og Brussel. Ég starfa nú sem Lektor við Polonicum miðstöðina við Háskólann í Varsjá þar sem ég kenni pólskar bókmenntir og pólska menningu og einnig pólsku sem erlent mál.

Ég er höfundur, meðhöfundur og ritstjóri fjögurra bókfræðilega einefnisrita og margra fræðigreina sem snúa öll að bókmenntum. Reynsla mín í kennslu nær einnig yfir nokkur ár við Háskólana í Toronto og Seattle, en ég hef haldið námskeið og fyrirlestra við rúmlega 20 háskóla í Evrópu og Asíu.

Ég hef mikla ástríðu fyrir menningartengslum og því að kynnast öðrum menningarheimum en einnig fyrir því að kynna pólska menningu fyrir fólki frá öðrum löndum. Ég er mikið fyrir ferðalög á slóðir uppáhaldshöfunda minna og bókmenntahátíðir. Ég elska líka Varsjá, heimabæinn minn, þar sem ég uppgötva alltaf nýja staði og hlakka til að sýna hann íslenskum nemendum.

MA

Eyjólfur Már Sigurðsson

Eyjólfur Már Sigurðsson
Verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands
Háskóla Íslands
Tungumálamiðstöð

Ég er einn af frumkvöðlum þessa verkefnis og hef unnið náið með verkefnisstýru okkar, Justynu Zych, og samstarfsfólki mínu við Háskóla Íslands að því að koma verkefninu í framkvæmd. Einnig er ég í nefndinni sem sér um að velja nemendur til þátttöku í verkefninu og mun fylgja þeim í námsferðina til Varsjár.

Ég er forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar við Háskóla Íslands. Ég er með BA-gráðu í frönsku og MA-gráðu í annarsmálsfræðum frá Université Paris III – Sorbonne Nouvelle. Sem forstöðumaður Tungumálamiðstöðvarinnar hef ég einkum lagt áherslu á nemendasjálfstæði (Learner Autonomy) og notkun upplýsingatækni í tungumálanámi. Ég hef lík umsjón með námsbraut í pólskum fræðum við Háskóla Íslands.

Þrátt fyrir að vera ekki pólskumælandi hef ég átt langt og árangursríkt samstarf við samstarfsfólk mitt hjá Polonicum-miðstöðinni í Varsjá og hef einnig verið svo heppinn að hafa heimsótt borgina mörgum sinnum. Varsjá er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka til að snúa þangað aftur í námsferðinni okkar í október.

MA

Mariola Alicja Fiema

Mariola Alicja Fiema
Aðstoðar verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands
Háskóla Íslands

Ég er ein af upphafsmönnum þessa verkefnis og í samvinnu við kollega mína hjá HÍ ber ég ábyrgð á kynningu þess, vali á þátttakendum og skipulagningu viðburða í Reykjavík.

Ég er sendikennari á vegum NAWA í Póllandi (National Agency for Academic Exchange) og starfa sem aðjunkt við Háskóla Íslands á mála- og menningardeild. Ég stýri að hluta til námsleið í pólskum fræðum og kenni bæði pólsku og sögu og menningu Póllands.

Ég lauk námi í pólskukennslu við Jagiellonian-háskólann í Kraká. Ég hef langa reynslu af því að vinna með útlendingum sem stunda nám í pólsku, sérstaklega fullorðnum og eldri borgurum. Sérsvið mitt er rannsóknir á sálfræðilegum breytileika einstaklinga, ásamt undirbúningi og mati á kennsluefni í pólsku.

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum. Frítíma mínum eyði ég í að kynna mér menningararf Póllands og ég vil gjarnan deila þeirri þekkingu minni með ferðamönnum sem hyggjast heimsækja landið mitt. Ég er sannfærð um að námsdvölin í Varsjá, sem er hluti af verkefninu, sé einstakt tækifæri fyrir nemendur til að kynnast bæði einstakri sögu höfuðborgarinnar og hennar nútímalega karakter.

prof.

Sveinn Yngvi Egilsson

Sveinn Yngvi Egilsson
Háskóla Íslands
Deild íslenskra og samanburðarmenningarfræða

Ég er prófessor við Háskóla Íslands og tek þátt í verkefninu með því að flytja erindi um upplýsingarstefnuna á Íslandi á málþingi í Reykjavík í nóvember. Ég er einnig í nefndinni sem sér um að velja nemendur til þátttöku í verkefninu.

Rannsóknir mínar beinast að íslenskum bókmenntum átjándu og nítjándu aldar. Ég lauk BA-, MA- og doktorsprófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og M. Phil í skoskum fræðum frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Ég hef gefið út bækur og greinar um íslenskar bókmenntir frá 17. til 19. aldar með sérstakri áherslu á rómantíkina og ljóðlist. Nýlega skrifaði ég kafla um upplýsinguna í Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi (2021).

Það er mér sönn ánægja að fá að vera hluti af þessu verkefni og ég hlakka til að taka þátt í málþinginu.

MA

Rebekka Þráinsdóttir

Rebekka Þráinsdóttir
Háskóla Íslands
Deild tungumála og menningar

Ég mun fylgja nemendum sem taka þátt í námsferðinni til Varsjár.

Ég er aðjúnkt í rússneskum fræðum við Háskóla Íslands og doktorsnemi í samanburðarbókmenntum við sama háskóla. Ég lauk BA-prófi í rússnesku frá Háskóla Íslands og MA-prófi í rússnesku og rússneskum bókmenntum frá Ríkisháskólanum í Sankti Pétursborg. Eftir nærri tveggja áratuga kennslu í rússnesku og rússneskum bókmenntum við Háskóla Íslands hafa fræðilegar áherslur mínar færst yfir á þýðinga- og viðtökusögu rússneskra bókmennta á Íslandi. Á undanförnum misserum hef ég fjallað um efnið í ræðu og riti, bæði heima og heiman.

Sjálf hef ég ekki vald á pólsku, en vonast til að geta stofnað til faglegra og fræðilegra tengsla  við kollega hjá Háskólanum í Varsjá. Ég hlakka til að heimsækja borgina í annað sinn og að kynnast menningu og sögu hennar undir leiðsögn heimamanna.

próf.

Agnieszka Lajus

Agnieszka Lajus
Háskólinn í Varsjá
Deild menningar- og listfræða
Listasögudeild

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég flytja erindi við hátíðlega opnun námsdvalarinnar við Háskólann í Varsjá og einnig taka þátt í málþingi við Háskóla Íslands þar sem ég mun halda fyrirlestur.

Sem dósent við Myndlistardeild Háskólans í Varsjá sérhæfi ég mig í listamenningu 19. aldar, sérstaklega pólskri málverkamenningu og tengslum hennar við evrópskar listir en einnig listagagnrýni. Reynsla mín felst sömuleiðis í starfi sem safnvörður og sýningarstjóri í Þjóðminjasafninu í Varsjá. Ég hef haldið sýningar eins og Biedermeier (Þjóðminjasafnið í Varsjá), Pologne 1840–1914: Peindre l'âme d’une nation (Louvre-Lens) og pólsku útgáfu hennar Pólland: Máttur mynda“ (Þjóðminjasafnið í Varsjá), Arcadia (Þjóðminjasafnið í Varsjá), La Pologne révée (L'Hermitage, Lausanne), auk sýningarinnar Svarta karnivalið – Ensor/Wojtkiewicz (Þjóðminjasafnið í Varsjá). Frá árinu 2024 gegni ég einnig stöðu forstöðumanns Þjóðminjasafnsins í Varsjá.

Ég hef mikla ánægju af því að kenna á háskólastigi og hlakka mjög til að deila þekkingu minni um pólsk málverk frá 18. og 19. öld með nemendum við Háskóla Íslands.

dr.

KatarzynaWagner

KatarzynaWagner
Háskólinn í Varsjá
Sagnfræðideild

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég halda þrjá netfyrirlestra fyrir nemendur við Háskóla Íslands.

Sem sagnfræðingur sérhæfi ég mig í nútímasögu, sérstaklega sögu borga á nýöld (með áherslu á Varsjá), gripdeildum á stríðsárum á 16.-18. öld, safnasögu og samskiptum Póllands og Svíþjóðar. Frá árinu 2017 hef ég starfað við Sagnfræðideild Háskólans í Varsjá þar sem ég kenni en gegni einnig starfi forstöðumanns fjarnáms og diplómanáms. Ég starfaði sem sýningarstjóri í Borgarsafni Varsjár og gegndi einnig starfi fulltrúa og síðar aðstoðarforstöðumanns vísindamála í Þjóðminjasafninu í Varsjá. Ég er höfundur eða meðhöfundur tveggja bóka. Ég hef einnig reynslu í kennslu sem gestafyrirlesari, m.a. við Universidad Iberoamericana í Mexíkó.

Ég dýrka Varsjá, sögu hennar, menningu og einstakt andrúmsloft borgarinnar. Það að fá tækifæri til að deila broti úr sögu Varsjár með nemendum við Háskóla Íslands veitir mér mikla gleði.

dr.

Agata Wdowik

Agata Wdowik
Samstarfskona Háskólans í Varsjá

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég halda þrjá fyrirlestra sem hluta af netfyrirlestraröð fyrir nemendur við Háskóla Íslands.

Ég sérhæfi mig í menningarsögu 18. aldar, sérstaklega í umbreytingu tilvistar sem á rætur sínar að rekja til forngrískrar goðafræði og bókmenntalegs katabasis-mótífs eða undirheimafara. Á árunum 2012–2022 starfaði ég við Deild Pólskra Fræða við Háskólann í Varsjá þar sem ég kenndi bókmenntir á upplýsingaröld og pólska útgáfusögu evrópska bókmennta. Ég hef tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Frakklandi; einnig flutti ég erindi við Háskólann í Paraná. Síðan ákvað ég að taka hlé frá akademískum rannsóknum og kenna bókmenntir í framhaldsskóla ásamt því að skrifa fræðilegar greinar, meðal annars fyrir tímaritin Culture.pl og „Twórczość“ (Sköpun).

Í frítímanum horfi ég á himininn, nýt litlu hlutanna og les bækur sem hvorki fjalla um vísindi né fræði. Þátttaka í ReyVarstígur verkefninu gefur mér tækifæri til að deila ástríðu minni og þekkingu á pólsku upplýsingaröldinni með nemendum frá öðrum heimshluta.

dr.

Magdalena Stasieczek-Górna

Magdalena Stasieczek-Górna
Háskólinn í Varsjá
Deild Pólskra Fræða
Polonicum Miðstöðin

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið leiði ég vinnustofur sem miða að því að bæta ritfærni á meðan á námsdvölinni í Varsjá stendur.

Ég starfa sem aðjúnkt í Polonicum Miðstöðinni við Bókmenntafræðideild Háskólans í Varsjá. Ég kenni pólsku sem erlent mál á öllum kunnáttustigum þó að ég hafi undanfarið að mestu leyti unnið með byrjendum. Í kennslu legg ég mikla áherslu á samskiptafærni en sem fræðimaður einbeiti ég mér að málvísindum. Sérsvið mitt er orðaröð í pólsku og leiðir til að kenna hana þeim sem ekki hafa pólsku að móðurmáli. Ég deili einnig þekkingu minni á pólskri málfræði bæði í diplómanámi og í vinnustofum fyrir þá sem vilja verða pólskukennarar í framtíðinni.

Í frítíma elska ég að vera á hreyfingu – fótgangandi skoða ég ýmsa staði í Varsjá, í útjaðri borgarinnar eða hjóla. Þegar ég þarf svo að slaka á les ég bækur. Upp á síðkastið hef ég haft sérstakan áhuga á að uppgötva gleymda (eða aldrei nægilega metna) pólska kvenhöfunda 20. aldar.

dr.

Aleksandra Święcka

Aleksandra Święcka
Háskólinn í Varsjá
Deild Pólskra Fræða
Polonicum Miðstöðin

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég halda vinnustofur í framburði og hljóðfræði á meðan á námsdvöl í Varsjá stendur.

Ég starfa sem aðjúnkt við Polonicum Miðstöðina við Háskólann í Varsjá og kenni fjölmenningarlegum hópum pólsku sem erlent tungumál á ýmsum stigum. Rannsóknaráhugasvið mín eru meðal annars aðferðir við kennslu erlendra tungumála, framburður og stafsetning í pólsku, rétt málfar, sjónræn ímynd og nýting rýmis í tjáningu og pólsk táknmálsfræði.

Ég lauk diplómanámi í talmeinafræði sem hefur leitt til þess að ég hef þróað vinnustofur í framburði fyrir byrjendur í pólsku. Ég hef einnig gefið út nokkrar kennslubækur í pólsku fyrir unglinga og deili þekkingu minni með þeim sem eru í diplómanámi í pólskukennslu.

Ég hef gaman af ferðalögum um Pólland og Evrópu og því að kynnast staðbundinni menningu og venjum. Ég hef jafnframt áhuga á tísku sem er innblásin af þjóðlegum stíl, skartgripum, förðun og sögu hennar. Mér finnst líka mjög gaman að lesa ævisögur frægra listamanna og fatahönnuða og hlusta á kvikmyndatónlist en einnig klassíska. Hér þarf ég að nefna sérstaklega tónverk frá 18. og 19. öld. Ég er hrifin af rómantískum innréttingum og árstíðabundnum skreytingum.

dr.

Rafał Waszczuk

Rafał Waszczuk
Háskólinn í Varsjá
Sagnfræðideild

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég halda netfyrirlestur fyrir nemendur við Háskóla Íslands.

Ég er sagnfræðingur og sérhæfi mig í sögu Póllands á 18. öld. Áhugasvið mín ná m.a. yfir ríkiserindrekstur, samskipti ríkis og kirkju auk upplýsingaraldarinnar. Von bráðar kemur út fyrsta bókin mín sem fjallar um samskipti síðasta pólsks konungsins Stanisław August við  Páfastól. Í henni varpa ég ljósi á starfsferil Gaetano Ghigiotti sem lengi var ritari konungsins. Eins og stendur starfa ég sem aðjúnkt í Sagnfræðideild Háskólans í Varsjá þar sem ég kenni nútímasögu og inngang að sagnfræðilegum rannsóknum.

Nýlega hef ég uppgötvað nýja ástríðu ótengda vísindastarfsemi – fjallgöngur. Þökk sé þátttöku minni í ReyVarstígur verkefninu hef ég áttað mig á því augljósa, hversu frábært land Ísland er – sérstaklega til útivistar. Ég vona að einn daginn, eftir að hafa öðlast meiri reynslu, geti ég notið fegurðar Íslands og gönguleiða víða um landið.

MA

Małgorzata Malinowska

Małgorzata Malinowska
Háskólinn í Varsjá
Deild Pólskra Fræða
Polonicum Miðstöðin

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég ásamt Tomasz Wegner halda kennslu í pólsku sem erlendu máli fyrir nemendur við Háskóla Íslands á meðan þeir eru í Varsjá.

Frá árinu 2017 hef ég starfað við Polonicum Miðstöðina við Háskólann í Varsjá þar sem erlendir nemendur læra ekki aðeins pólsku heldur líka um menningu Póllands. Ég hef alltaf verið tengd Háskólanum og er mjög glöð yfir því að vera hluti af teymi kennslubókahöfunda (pólska sem erlent mál) og því að vinna í sameiningu að öðrum menntaverkefnum, meðal annars með Borgarsafni Varsjár. Ég er einnig sérfræðingur hjá NAWA og deili þekkingu minni og reynslu með þátttakendum í diplómanámi í Polonicum Miðstöðinni. Rannsóknir mínar snúast að mestu um borgina og tungumálið hennar.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum og því nýt ég þess að vera ásamt Tomasz Wegner leiðbeinandi kvikmyndaraðarinnar „Polish Films for Foreigners“ í kvikmyndahúsinu Nowe Kino Wisła  (Nýja bíóið Visla) í Varsjá.

Í frítímanum læri ég japönsku en á sumrin nýt ég tímans með því að siglinga á stöðuvötnum í Mazury.

MA

Tomasz Wegner

Tomasz Wegner
Háskólinn í Varsjá
Deild Pólskra Fræða
Polonicum Miðstöðin

Í tengslum við ReyVarstígur verkefnið mun ég ásamt Małgorzötu Malinowska kenna pólsku sem erlent mál á meðan á námsdvöl nemenda frá Háskóla Íslands í Varsjá stendur.

Ég er með meistarapróf í pólskum fræðum og er doktorsnemi og lektor í pólsku sem erlendu máli. Frá 2018 hef ég starfað hjá Polonicum Miðstöðinni við Deild Pólskra fræða Háskólans í Varsjá. Doktorsritgerðin mín fjallar um mikilvægi sönglaga og tónlistar í kennslu pólsku sem erlends máls og menningu Póllands sem erlendrar menningar. Áður fyrr hafði ég mikið kennt börnum sem sóttu pólsku sem erlent mál í Póllandi og leiddi sú reynsla til samvinnu við pólska skóla í Bretlandi. Ég er einnig meðhöfundur tveggja kennslubóka fyrir börn og unglinga sem fengu pólsku „í arf“. Ég tek einnig þátt í samstarfsverkefnum Háskólans í Varsjá við kínverska háskóla þar sem ég kenndi í Harbin árið 2017.

Í frítímanum hlusta ég á tónlist, les um hana eða spila á gítar. Mér finnst gaman að lesa nútímabókmenntir og klassík frá 20. öld. Í kvikmyndum leita ég að skemmtilegum og frumlegum samtímasögum. Ég hef gaman af því að kynnast nýjum borgum og uppgötva nýja staði í Varsjá, hjólandi eða labbandi með hundinn minn.

BA

Julia Skibińska

Julia Skibińska
Námskona í talmeinafræði við Hugvísindadeild Háskólinn í Varsjá

Ég hef séð um samfélagsmiðla ReyVarstígur verkefnisins og ásamt verkefnisstýru dr. Justynu Zych mun ég fylgja nemendahópnum frá Háskóla Íslands í skoðunarferðir, þemagöngur og menningarlega viðburði á meðan að námsdvöl þeirra í Varsjá stendur yfir.

Ég er í BA-námi í almennri og klínískri talmeinafræði við Háskólann í Varsjá þar sem ég læri að skipuleggja og stunda talmeðferð eftir ólíkum þörfum skjólstæðinga og viðskiptavina. Aðaláhugasvið mín eru snemmtæk íhlutun og talmeðferð barna. Ég útskrifaðist úr þverfaglegu BA-námi í vitsmunavísindum frá Háskólanum í Varsjá. Lokaverkefnið mitt fjallaði um mat á málþroska hjá tvítyngdum börnum (með pólsku og ensku og pólsku og norsku) á aldrinum 19-31 mánaða með því að nota spurningalista fyrir fjölskyldur.

Í frítímanum les ég bækur af ýmsu tagi – allt frá frásögnum og klassískum bókmenntum til fagbóka um talmeinafræði sem veita mér allar innblástur og auka þekkingu mína. Ég hef einnig mikinn áhuga á ferðalögum þar sem ég kynni mér nýjar menningar og fylgist með því hvernig alls konar fólk talar saman í daglegu lífi. Þar að auki hef ég gaman af alls kyns handavinnu sem hjálpar mér að virkja sköpunarkraftinn og æfa þolinmæði.

Samvinna milli Polonicum Miðstöðvarinnar við Háskólann í Varsjá og Háskóla Íslands

Polonicum Miðstöðin við Deild Pólskra Fræða Háskólans í Varsjá hefur verið í samstarfi við Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands í meira en tíu ár. Starfsfólk Polonicum Miðstöðvarinnar hefur komið reglulega til Reykjavíkur til að halda námskeið og fyrirlestra um pólska menningu. Þessar kennsluferðir hafa smám saman tekið á sig mynd reglubundinna fræðslu- og menningarviðburða sem hafa fest sig í sessi í dagatali Háskóla Íslands undir heitinu Polish Days.

Árið 2023 var í fyrsta sinn hleypt af stokkunum eins árs Nám í pólskum fræðum við HÍ. Var það mögulegt fyrst og fremst vegna stuðnings NAWA en einnig með samstarfi og ráðgjöf frá Polonicum Miðstöðinni í Varsjá. Námið býður upp á pólsku sem erlent mál auk námskeiðs á ensku um sögu og menningu Póllands. Vonast er til þess að fleiri skrái sig í námið og að verkefnið ReyVarstígur muni stuðla að enn frekari kynningu þess.