


Frá Reykjavík til Varsjár: á slóðum pólsku upplýsingaraldarinnar.
Samstarfsverkefni Háskólans í Varsjá og Háskóla Íslands til að kynna pólska menningu og tungumál á Íslandi.

frá Íslandi
til Póllands
Polonicum miðstöðin við deild pólskra fræða í Háskólanum í Varsjá hefur átt í samstarfi við Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands í rúm tíu ár.
Verkefnið ReyVarstígur hefur það að markmiði að
þróa akademíska samvinnu milli Póllands og Íslands þar sem Pólverjar eru stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi (u.þ.b. 6% allra íbúa).
Upplýsingarstefnan í Varsjá 18. aldar

Aðaláhersla verkefnisins er á upplýsingaröldina og fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst og fremst var upplýsingaröldin afar mikilvægur tími í Íslandssögunni og líkist hún á þann hátt pólsku „ljósöldinni“ sem svo var kölluð. Í báðum löndum var þetta tími margvíslegra umbóta og tilrauna til að lyfta landinu upp úr hnignun en einnig örrar þróunar á sviði menningar og fræða. Auk þess má enn sjá í Varsjá fjölmargar minjar klassískra lista og byggingarlistar, þar á meðal styttur íslensk-danska myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens frá 19. öld, sem þó eru í anda upplýsingaraldarinnar, og sömuleiðis garðinn Łazienki Królewskie (Konunglegu böðin) og Pałac na Wyspie (Eyjahöllin) þar sem andi pólsku upplýsingaraldarinnar svífur enn yfir vötnum.

Kynntu þér þátttakendur verkefnisins
Öllum nemendum við Háskóla Íslands var boðin þátttaka í verkefni okkar. Meðal margra umsókna voru valdar tíu sem fá að ferðast til Póllands og kynnast landinu.











Við erum sannfærð um að þegar Íslendingar sjá hina líflegu og sögulegu Varsjá-borg með augum þátttakenda verkefnisins þá munu þeir uppgötva að þrátt fyrir landfræðilegrar fjarlægð eiga löndin okkar margt sameiginlegt og að Pólland hafi mikið að bjóða hvað varðar ferðaþjónustu og menningu.
Hver stendur á bak við þetta?
Kynntu þér frumkvöðla verkefnisins


