Kynntu þér
þátttakendurna
Í umsóknarferlinu voru valdir 10 þátttakendur sem við erum sannfærð um að muni markvisst geta nýtt sér þá þekkingu, tungumálakunnáttu og tengsl sem þeir öðlast við námsdvöl í Varsjá til frekara náms, við fræðilegar rannsóknir, á vinnumarkaði eða vettvangi félagsmála.


Yeonji
Ghim

Ég er doktorsnemi frá Suður-Kóreu við Háskóla Íslands, þar sem ég rannsaka hlutverk Asíu í efnahagsþróun á Norðurslóðum, með sérstakri áherslu á suðurkóreska skipasmíðaiðnaðinn. Verkefnið mitt fjallar einnig um hvernig þessi þróun tengist evrópskum landfræðilegum og pólitískum málefnum — einkum á sviðum eins og skipasmíði, verkfræði, orkuflutningum, siglingum og regluverki.
Ég hef búið á Íslandi í yfir tíu ár. Á þeim tíma hef ég notið þess að kynnast pólskri menningu — ég hef sótt menningarviðburði á vegum pólska sendiráðsins í Reykjavík, borðað á pólskum veitingastöðum og keypt fallega pólska leirmuni. Þótt ég hafi ekki enn heimsótt Pólland hlakka ég til að fara til Varsjár og upplifa landið af eigin raun.
Utan fræða hef ég ánægju af að skrifa bækur. Barnabók mín, Einmanalegasta húsið í heiminumV, segir frá pólskri stúlku sem flytur til Íslands. Við skrif á henni hana gafst mér tækifæri til að kafa dýpra í pólsku menninguna og gaf Póllandi sérstakan stað í hjarta mínu. Með ReyVarstígur-verkefninu hlakka ég til að sökkva mér enn frekar í menningu landsins og halda áfram að vaxa bæði í fræðum og sköpun.
Hildur
Guðbergsdóttir

Þessa dagana er ég að vinna að Masters gráðu í ensku frá Háskóla Íslands. Efni ritgerðarinnar minnar er um Tudor tímabilið í Englandi. B.A. ritgerðin mín var hins vegar glæpaskáldsaga. Á síðasta ári dvaldi ég um tveggja vikna skeið í Þýskalandi á vegum Erasmus og lærði málvísindi.
Mig langaði til að taka þátt í þessu verkefni vegan þess að vera mín í Þýskalandi sýndi mér fram á mikilvægi þess að nota menntun til að brúa bilið á milli fólks sem kemur frá ólíkum löndum og menningarheimum. Verkefni sem þetta leiðir saman fólk af ólíkum bakgrunni og hjálpar til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég hlakka til að læra meira um sögu Póllands og tungumál þess með því að taka þátt í þessu verkefni og dvölinni í Varsjá.
Ég elska að ferðast í frítímanum mínum og fór sem dæmi til Afríku um síðustu jól sem var yndisleg upplifun. Ég elska að lesa bækur og eru ævisögur í sérstöku uppáhaldi. Saga vekur sérstakan áhuga minn og þess vegna hlakkar mig til að heimsækja Varsjá þar sem það er eitthvað að læra við hvert fótspor.
Marta Sóley
Hlynsdóttir

Ég er kem frá Vestfjörðum á Íslandi og er á mínu síðasta ári í mannfræði við Háskóla Íslands. Mín helstu áhugamál í náminu mínu eru fólksflutningar, mannréttindi og kyn, með það í huga hef ég einnig mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum og stefni á meistaranám á því sviði. Þegar ég var í menntaskóla þá fór ég í árs skiptinám til Kostarík með AFS. Þar bjó ég hjá kostaríksri fjölskyldu sem kenndi mér svo mikið, þar á meðal spænsku en einnig frábæra lífsreynslu. Ég myndi segja að dvöl mín í Kostaríka hafa ýtt undir áhuga minn á þvermenningarlegum sjónarhornum og áhuga minn á alþjóðlegum skiptinámum.
Ég vil taka þátt í þessu verkefni vegna þess ég tel það dýrmætt tækifæri til þess að víkka sjónarhorn mín, bæði fræðilega og persónulega. Alþjóðlegt skiptinám er að mínu mati fullkomin leið til að gera það. Að hitta nemendur með ólíka bakgrunn og læra af mismunandi sjónarhornum þeirra er eitthvað sem ég met mikils. Ég hlakka einstaklega til að heimsækja Varsjá þar sem ég hef aldrei komið til Póllands áður.
Utan námsins tek ég virkan þátt í félagslífinu, bæði innan og utan skólans. Ég er forseti nemendafélagsins í mannfræðinni við háskólan. Einnig hef ég líka mikin áhuga á að prjóna og ferðast til að uppgvöta nýja menningarheima og tungumál, sem og að kynnast fólki.
Sigríður Sólveig
Jóhönnudóttir

Kem frá Íslandi. Ég er með BA gráðu í enskum fræðum frá Háskóla Íslands og hef nýverið hafið nám í pólskum fræðum við sama háskóla.
Mér finnst Pólland ákaflega heillandi og því ákvað ég að skrá mig í ReyVarstígur verkefnið. Mín ósk er að ég kynnist landi og menningu Póllands mun betur með þátttöku í verkefni sem þessu. Besta leiðin til að kynnast nýrri menningu er einfaldlega að að ferðast og kynna sér menninguna með aðstoð frá heimafólki. Ég vona að ég læri meira um sögu Póllands og þannig get ég lært hvað er sameiginlegt með Póllandi og Íslandi. Ég er spennt að sjá hvaða fallegu ferðamannastaðir verða á vegi mínum sem og að fá að smakka pólskan mat.
Þegar ég er ekki að læra pólsku þá kýs ég að eyða frítíma mínum með syni mínum og fjölskyldu. Mér finnst gaman að ferðast á nýja staði og ég hef einnig gaman af því að lesa góða bók með hlýjum og góðum tebolla í hönd.
Aðalbjörg Rós
Oskarsdóttir

Mín menntun er á sviði tungumála og alþjóðasamskipta. Ég er með BA-próf í spænsku, landafræði og alþjóðasamskiptum og framhaldsdiplóma í alþjóðasamskiptum. Þá hef ég lokið grunndiplóma í sænsku og grunndiplóma í pólskum fræðum. Lengst af vann ég sem ritstjóri við útgáfudeild Alþingis og hjá bókaútgáfu og sem upplýsingafulltrúi hjá Siglingastofnun Íslands og hjá Alþingi.
Ég hef mikinn áhuga á verkefninu ReyVarstígur og langar til að auka þekkingu mína og skilning á pólskri tungu og einnig sögu og menningu landsins. Ég hef viljað víkka sjóndeildarhring minn með því að stunda nám við Háskóla Ísland og langaði til að læra eitthvert slavneskt mál. Stærsti hópur nýbúa á Íslandi er pólskumælandi og mig langaði til að kynna mér betur sögu og menningu landsins um leið og ég fengi smá innsýn í pólska tungu.
Fyrir utan að stunda nám hef ég gaman af að lesa og horfa á bíómyndir og það hefur verið sérstaklega gaman að fá örlitla innsýn í pólska kvikmyndaheiminn með því að pólskar kvikmyndir hafa verið hluti af námsefninu í pólskri menningu og sögu. Ég hef líka gaman af að ferðast, bæði innan lands og utan, og vona að þessi fyrsta heimsókn mín til Varsjár verði sú fyrsta af mörgum ferðum mínum til Póllands.
Khushaali Shailendra
Shukla

Ég er með BA próf í ensku og sagnfræði og meistaragráðu í miðaldafræði frá HÍ. Á námsferli mínum hef ég fengið tækifæri til að læra ýmis tungumál, allt frá hindí og arabísku til forníslensku og forngrísku. Nýlega lauk ég gráðu í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og nú vil ég gjarnan bæta tungumálakunnáttu mína með því að læra pólsku.
Með þennan mikla áhuga á sögu og bókmenntum er ég sérstaklega spennt fyrir því að kynna mér sögu Póllands á fyrri hluta nýaldar og menningartengsl milli Póllands og nágrannaríkja þess. Auk þess tel ég að pólskunám muni auðvelda mér að tengjast og skilja pólska samfélagið á Íslandi.
Ég hef gaman af því að ferðast, að lesa bæði skáldsögur og fræðibækur, auk þess að prófa framandi mat. Ég hlakka til þess að gera allt þetta á meðan námsdvöl minni í Póllandi stendur.
Jennifer
Stewart

Ég er kanadískur framhaldsnemi sem að stundar nú nám í íslensku sem annað tungumál á Íslandi. Ég er með BA-gráðu í sögu frá Ryerson-háskóla í Toronto í Kanada, meistaragráðu í listasögu frá Queen's-háskóla í Kingston í Kanada og meistaragráðu í miðaldaíslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám mitt beinist aðallega að myndum af gyðinglegum persónum í miðaldahandritum og höggmyndalistum frá 12. til 13. öld í Norður-Evrópu. Ég hlaut framhaldsverðlaun Queen's Graduate Award, Ontario Graduate Scholarship, Nordplus háskólanámsstyrk í Færeyjum og CLEO-styrk við Háskólann í Belgrad.
Ég er spennt að taka þátt í ReyVarstígur verkefninu því ég naut þess mjög mikið að læra um upplýsingartímann í Evrópu og ég hef ekki enn haft tækifæri til að læra um upplýsingartímann í Póllandi. Að auki elska ég að læra tungumál og ég hlakka til að læra pólsku.
Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, svo ég er spennt fyrir þessu tækifæri til að heimsækja Varsjá. Ég vinn sjálfstætt sem ljósmyndari í Kanada og á Íslandi og hlakka til að nota hæfileika mína til að fanga byggingarlist og götumyndir Varsjár.
Mariia
Syla

Er meistaranemi í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Fræðilegur bakgrunnur minn byggir á BA-gráðu minni í stjórnun erlendrar efnahagsstarfsemi, sem jók áhuga minn á námi og vinnu þvert á menningarheima og fjölbreytt umhverfi og stjórnun verkefna með alþjóðlegu sjónarhorni.
Nám á Íslandi hefur gefið mér tækifæri til að vaxa í sannarlega alþjóðlegu umhverfi. Samhliða náminu hef ég starfað sem leiðbeinandi fyrir erlenda nemendur sem koma til Reykjavíkur og hjálpað þeim að aðlagast nýju menningarlegu og fræðilegu umhverfi. Ég hef einnig tekið þátt í verkefnum eins og Aurora-áætluninni, þar sem ég starfaði sem sendiherra, og Erasmus-námsnetinu (ESN), þar sem ég lagði mitt af mörkum sem sjálfboðaliði. Báðar reynslurnar styrktu skuldbindingu mína til að efla alþjóðlegt samstarf og samfélagsbyggingu.
Verkefnið á ReyVarstíg er, fyrir mig, einstakt tækifæri til að skoða pólska menningu og sögu frá nýju sjónarhorni, en jafnframt að þróa pólskukunnáttu mína. Sem ástríðufull manneskja um tungumál hlakka ég til að taka þátt í tungumálanámskeiðum og tengjast öðrum ungum þátttakendum í gegnum sameiginlegt nám og skipti.
Siobhan
White

Ég kem frá Bretlandi. Ég lauk fyrstu háskólagráðu minni, BSc gráðu í alþjóðlegri gestrisni og ferðaþjónustustjórnun í Bretlandi. Ég starfaði við ferðaþjónustu í ýmsum löndum þar til að starf sem leiðsögumaður leiddi mig til Íslands árið. Ég ákvað að breyta til og sagði skilið við ferðaþjónustuna og færði mig yfir í heilbrigðisþjónustu. Ég lauk réttindum í sjúkraflutningum og í kjölfarið hóf ég störf á Landspítalanum og starfa þar í dag í hlutastarfi samhliða námi. Ég skráði mig í BSc Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og er nú á þriðja ári af fjórum. Samhliða námi mínu í hjúkrunarfræði er ég að læra pólsku þar sem ég elska að læra ný tungumál.
Ég vildi taka þátt í þessu verkefni til að sökkva mér í pólska tungu og menningu. Ég hef ekki komið til Varsjá og ekki fengið nægilega gott tækifæri til að upplifa pólska menningu. Þarf af leiðandi var þetta of gott tækifæri til að láta fram hjá sér fara, að fá að upplifa pólska menningu á meðal heimamanna samhliða stífu tungumálanámskeiði í pólsku.
Ég elska að ferðast og prófa nýjan mat, læra tungumál og lesa bækur. Ég nýt útivistar og stunda reglulega sund og göngur en er einnig lærður og reynslu mikill kafari.
Katrín
Þorsteinsdóttir

Hóf nám í Tækniskólanum. Meinatækni. Vann á Borgarspítala, fór síðar út á land til‚ Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Setti upp sýklarannsóknarstofu með öðrum á Borgarspítalanum. Fór í leiðsöguskólann Menntaskólann i Kópavogi og varð leiðsögumaður. Vann við það í mörg ár. Aftur í nám og í Háskólann lauk Ba prófi í þýsku, diplómanámi í ítölsku, austurlandafræðum og pólsku. Var í námi í fyrra í Póllandi í Cieszyn , sumarskólaog fékk mikinn áhuga fyrir sögu og menningu Póllands.
Vildi taka þátt i verkefninu vegna þess að ég hef mikinn áhuga á sögu og sérstaklega þessu tímabili i sögunni.Upplýsingaröldin hafði mikil áhrif um allan heim og ekki síst hérna heima á Islandi. Reykjavík fer fyrst að vaxa þegar áhrifa hennar gætir. Hef trú á því að ég læri mikið í sumar um áhrif upplysingarinnar í Póllandi.
Hef mörg áhugamál. Tungumál, sögu, tónlist, dans, þjóðlegan fróðleik.Er í félagi hér heima sem hefur einbeitt sér að þessu tíma í sögunni. Heldur oft fræðsluerindi. Bind vonir við að skilningur minn muni aukast mikið með þátttöku i verkefninu.